Minningarvefur um Pál Steingrímsson/Heimildamyndir (Documentaries)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. maí 2019 kl. 10:37 eftir Þórhildur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. maí 2019 kl. 10:37 eftir Þórhildur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Heimildamyndir (Documentaries)



Myndir Páls eru nú um sextíu talsins og hafa margar þeirra verið sýndar um heim allan. Bæði hérlendis á RÚV, Stöð 2 og Hringbraut, á YLE í finnska sjónvarpinu, SFINX í Tókýó, TVE á Spáni, DR í danska sjónvarpinu, STV-1 í því sænska, CNDP og RTBF í Belgíu, WDR og ARTE í Þýskalandi, RAI á Ítalíu, ABDA í Frakklandi, TV2 í Noregi, Chinawise í Kína, Sjónvarpsstöðum Ungverjalands og svo lengi mætti telja. Þá hafa myndir hans einnig hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar víðsvegar um heim (Ólafur J. Engilbertsson, 2009). Að neðan má sjá lista yfir verk Páls.


Lundatími/The Puffin in the Westman Islands (1970)
Um bjargnytjar og fuglaveiðar í Vestmannaeyjum.


Eldeyjan/Days of Destruction (1973)
Kvikmynd um gosið í Heimaey. Hlaut gullverðlaun á alþjóðlegri kvikmyndahátíð, The Atlanta International Film Festival í Bandaríkjunum og í framhaldinu var hún einnig valin á kvikmyndahátíð í Hollywood, þar sem sýndar voru 36 verðlaunamyndir.
A mile long fissure opens early one morning on the outskirts of a fishing village in the Westman Islands. The film received the Gold Medal at the Atlantic International Film Festival.


Tenging hringvegar (1978)
Heimildamynd um síðasta áfanga í lagningu þjóðvegar umhverfis landið og um brúun Jökulsár á Skeiðarársandi.


Kröfluvirkjun (1984)
Heimildamynd um framkvæmd Kröfluvirkjunar. Unnin fyrir Kröflunefnd. Sýnd í Ríkissjónvarpinu og notuð við kennslu og kynningar hjá Norrænu eldfjallastöðinni.


Hvalakyn og hvalveiðar við Ísland (1987)
Einstæð heimildarmynd um hvali og hvalveiðar við Ísland, þar sem bæði söguleg- og vísindaleg hlið kemur fram. Myndin er að hluta sviðsett. Sýnd á Stöð 2 1987 og á TVE sjónvarpsstöðinni á Spáni 1996.


Hér stóð bær (1989)
Mynd um enduruppbyggingu Þjóðveldisbæjarins í Þjórsárdal. Unnin í samvinnu við Hörð Ágústsson. Sýnd í Ríkissjónvarpinu.


Hvalir við Ísland (1990)
Heimildamynd um hvali og rannsóknir á hvölum við Ísland, var sýnd á Ríkissjónvarpinu 1990.


Nesjavellir (1992)
Heimildarmynd um Nesjavallarvirkjun, sem sýnir ferlið allt frá upphafi borana til hátækni beislunar jarðvarmanns og nýtingar hans. Unnin fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Sýnd í Ríkissjónvarpinu sama ár.


Oddaflug/Artic Geese in Iceland (1993)
Heimildamynd um fimm tegundir gæsa sem verpa á Íslandi eða eiga þar haust- og vordvöl. Sýnd á Nordisk Panorama 1993, í finnska sjónvarpinu og á SFINX Inc. í Tokyo 1994, í Ríkissjónvarpinu RÚV 1995 og TVE sjónvarpsstöðinni á Spáni 1996. Myndin hefur einnig hlotið lofsamleg ummæli erlendra sjónvarpsstöðva t.d. frá ORF Fernsehen í Austurríki “The Artic Geese film is great“ og frá CANAL + í Frakklandi “It´s a wonderful topic“.
On the five species of geese to be found in Iceland.





Tjörnin og fuglarnir/Wild Birds of the Reykjavík Lake (1994)
Mynd gerð til notkunar í skólum Reykjavíkur.
The first in the series Nature in the district of Reykjavík, which is primarly ment for children.