Landakirkja

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. júlí 2005 kl. 10:52 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. júlí 2005 kl. 10:52 eftir Daniel (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

1000

Fyrsta kirkja, sem reist var er kristni var lögtekin á Íslandi, stóð í Vestmannaeyjum. Efniviðinn fluttu þeir Gissur hvíti og Hjalti Skeggjason með sér heim frá Noregi í júní árið 1000. Að fyrirmælum Ólafs konungs Tryggvasonar skyldi kirkjuna þar reisa sem þeir skyti bryggjum á land. Var hún reist á Hörgaeyri sunnan undir Heimakletti ãok var lutað um hvárum megin vágsins standa skyldi, ok hlauzt fyrir norðan, þar váru áðr blót ok hörgarÒ. Viku þau þá fyrir kirkju Krists, helgaðri hinum heilaga Klementi, verndardýrlingi sæfara og sjósóknara.

1573

Kirkjur voru síðar, sennilega um 1200 eða á 13. öld, reistar á Kirkjubæ og Ofanleiti, en árið 1573 stóðu sr. Bergur Magnússon á Ofanleiti og Símon Surbech kaupmaður fyrir því að reist var allstór timburkirkja ãað LöndumÒ Ð í suðvesturhorni gamla kirkjugarðsins þar sem sálnahliðið er nú. Henni heyrðu til þær tvær kirkjusóknir sem í Vestmannaeyjum voru, það er Kirkjubæjar- og Ofanleitissóknir, og voru kirkjur þær, er fyrir voru, þá gerðar að bænahúsum. Kirkju þessa brenndu Tyrkir 1627. Fjórum árum síðar var reist ný kirkja á sama stað. Sú kirkja var þrívegis endurbyggð og var í notkun þar til núverandi Landakirkja var fullgerð á flötinni vestan kirkjugarðsins. Við gamla kirkjustæðið var gröf sr. Ólafs Egilssonar sem Tyrkir herleiddu en átti afturkvæmt til Eyja.

1773

Árið 1773 var afráðið að reisa úr steini þá Landakirkju sem nú stendur. Uppdráttinn að kirkjunni gerði konunglegur byggingameistari, Georg David Anthon (1714Ð1781) en hann var aðstoðarmaður eins kunnasta arkitekts og hallarsmiðs Dana, Nikolai Eigtveds. Anthon hafði áður teiknað fyrir stjórnina ýmis hús hér á landi, Stjórnarráðshúsið í Reykjavík og Viðeyjarkirkju, og eftir það hefur hann sennilega teiknað Bessastaðakirkju. Jafnhliða uppdrættinum gerði hann kostnaðaráætlun um verkið og útvegaði efni til þess. Kirkjan skyldi vera 27,5 alin á lengd og 16 álnir á breidd (u. þ. b. 17,3x10 m). Veggir yrðu tvíhlaðnir úr höggnu og óhöggnu hraungrýti, um tvær álnir á þykkt, múraðir að utan og innan, bogar yfir gluggum og gólf lagt tígulsteini. Talið var þurfa um 90 tunnur af kalki í bygginguna og um 11.000 Flensborgarmúrsteina, sem lagðir voru í gólfið, auk trjáviðar. Yfirsmiður var Christopher Berger, þýskur steinsmiður. Áætlaður kostnaður við verkið var 2.843 ríkisdalir og 4 skildingar auk flutningseyris undir efnið til Íslands, en kirkjan kostaði fullgerð 5.174 ríkisdali.

Teikningar af kirkju í Vestmannaeyjum voru varðveittar í Þjóðskjalasafni. Þær voru allar með konungsúrskurði varðandi kirkjubygginguna dagsettum 15. nóvember 1773.

Teikningar "af þeirri grunnmúruðu kirkju sem byggjast skal í Vestmannaeyjum á Íslandi með sínum innanhúss innréttingum. kaupmannahöfn þann 22. apríl 1773. G.D. Anthon."

1774-1780

Smíði kirkjunnar hófst árið 1774 en talið er að henni hafi ekki lokið að fullu fyrr en 1780. Þá voru íbúar í Eyjum um 200. Þjónaði hún báðum kirkjusóknunum uns þær voru sameinaðar árið 1837 í prestskapartíð séra Jóns Austmanns að Ofanleiti en hann þjónaði Vestmannaeyjum 1827Ð1858. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á Landakirkju í aldanna rás. Upphaflega var hún turnlaus, sneitt af burstum og engin forkirkja, látlaus og einföld í sniðum, laus við tískuprjál rokokkó-stílsins sem þá var ríkjandi byggingarstíll. Fyrir vesturgafli var sett upp klukknaport en þar voru höfuðdyr. Auk þeirra voru dyr á norðurhlið í kór.

1853-1860

Þrennar breytingar eru veigamestar, einkum breytingar sem gerðar voru á dögum Kohls sýslumanns (1853Ð1860). Var þá reistur turn á kirkjuna og klukkurnar fluttar þangað. Predikunarstóll stóð hægra megin í kórdyrum en var fluttur yfir altarið og er það fátítt hérlendis. Skilrúm með útskornum myndum af postulunum tólf, sem var milli kórs og kirkju, var fjarlægt og voru settar svalir fyrir vesturenda og fram með langveggjum og ýmsar aðrar breytingar gerðar. Nokkru áður, um 1820, hafði farið fram umfangsmikil og dýr viðgerð á timburverki kirkjunnar.

1903

Árið 1903 stóð Magnús Ísleifsson trésmíðameistari fyrir allmikilli viðgerð á kirkjunni. Voru gluggar stækkaðir niður, dyr á norðurhlið í kór voru teknar af og reist forkirkja úr timbri. Hvelfingu, blámálaðri með gylltum stjörnum, var breytt, svalir voru breikkaðar um helming og söngpallur stækkaður að mun.


1955-1959

Þriðja veigamesta breytingin var gerð á árunum 1955-1959. Reist var ný forkirkja og turn og jafnframt voru sæti og gólf endurnýjuð. Var kirkjan endurvígð eftir þá breytingu 4. október 1959. Teikningar gerði Ólafur Á Kristjánsson bæjarstjóri.

Góðir gripir

Landakirkja á fjölmarga góða og vandaða gripi og berast henni tíðum góðar gjafir. Altaristaflan og mynd sú, er hangir í kór og sýnir Jesú blessa börnin, eru eftirmyndir af málverkum sem Hans WŸrst kaupmaður gaf kirkjunni 1674 en fyrirmyndirnar voru sendar til Kaupmannahafnar 1847 eða 1848. Þriðja myndin, sem einnig hangir inni í kór, er eftirmynd sem Engilbert Gíslason hefur gert af málverki sem kirkjan átti en frummyndin er nú í Þjóðminjasafni. Altarisstjaka á kirkjan tvenna. Aðrir eru frá 1642, gefnir af Christensen kaupmanni, hinir frá 1766, gefnir af Hans Klog kaupmanni sem var frumkvöðull þess að steinkirkjan var reist. Skírnarfontur úr eiri er frá 1749 en skírnarskál úr tini ber ártalið 1641. Í lofti hanga þrír ljóshjálmar úr skyggðum eiri. Stærsta hjálminn, 16 arma, gaf Hans Nansen, borgarstjóri í Kaupmannahöfn 1662 en hann hafði þá á leigu verslun við Vestmannaeyjar. Annar hjálmurinn, 12 arma, er talinn smíðaður í Eyjum árið 1782 af Erlendi Einarssyni. Þá eru tvíarma messingstjakar með ágröfnu nafni Guttorms Andersen frá 1662. Í kirkjuturni eru tvær stórar hljómmiklar klukkur, önnur steypt í Þýskalandi 1617, með latneskri áletrun (Vestmannoe. Verbum domini manet in æternum. Hans Kremmer me fecit 1617; Vestmannaeyjar. Orð drottins varir að eilífu. Hans Kremmer gerði mig 1617). Hin er frá 1743 með áletruðum ljóðlínum á dönsku. Sitt fyrsta orgel fékk Landakirkja árið 1877 fyrir tilstuðlan J. P. T. Brydes kaupmanns og var Sigfús Árnason frá Vilborgarstöðum þá ráðinn organisti. Stórt orgelharmoníum var sett í kirkjuna 1927 í tíð Brynjúlfs organista sonar Sigfúsar. Árið 1953 var sett upp fyrsta pípuorgelið, gert hjá I. Starup & sön í Kaupmannahöfn. Það var stækkað og endurbætt sumarið 1966.


1973

Hinn 23. janúar 1973 kom upp jarðeldur á Heimaey. Í umbrotunum féll mikil aska og vikur á Landakirkju og kirkjulóðina. Kirkjan varð þó ekki fyrir teljandi skemmdum. Ekki var hreyft við neinu í Landakirkju meðan eldsumbrotin stóðu yfir. Kirkjan var því styrk stoð þeim sem til hennar leituðu á þessum erfiðu tímum. Messað var í Landakirkju 23. mars 1973 en þá stóð eldgosið sem hæst. Í eldgosinu skemmdist orgel kirkjunnar af völdum gosefna. Var keypt nýtt ítalskt orgel, framleitt af Famiglia Mascioni.

1978-1990

Árið 1978 var sett eirþak á Landakirkju. Þá voru pottgluggar frá því um aldamót teknir úr kirkjunni og nýir harðviðargluggar með tvöföldu gleri settir í staðinn. Á aðalsafnaðarfundi 6. september 1987 var samþykkt ãað hafist yrði handa við að koma upp safnaðarheimili á kirkjulóðinniÒ. Fyrsta skóflustunga að byggingunni var tekin 1. maí 1988 og safnaðarheimilið vígt 17. júní 1990 í tengslum við 210 ára afmæli Landakirkju. Páll Zóphóníasson teiknaði safnaðarheimilið. Frá siðaskiptum hafa 38 prestar gegnt prestsþjónustu í Vestmannaeyjum. Árið 1924 fannst skammt frá Kirkjubæ legsteinn sr. Jóns Þorsteinssonar píslarvotts sem Tyrkir vógu 1627. Er steinninn varðveittur í Þjóðminjasafni. Eftirlíkingu steinsins, sem var yfir moldum sr. Jóns, varð naumlega bjargað undan jarðeldunum 1973. Árið 1977, á 350. ártíð sr. Jóns, var steinninn reistur aftur í Eldfellshrauni á þeim stað þar sem áður var Kirkjubær. Landakirkja er þriðja elsta steinkirkja landsins, næst á eftir Hóladómkirkju í Hjaltadal, sem fullgerð var 1763, og Viðeyjarkirkju frá 1774. Landakirkja mun vera fyrsta kirkja á Íslandi sem byggð var utan kirkjugarðs. Henni hefur verið vel við haldið og hefur hún verið söfnuði sínum einkar kær enda hefur hann látið sér annt um að búnaður hennar allur væri sem veglegastur.