Kristján Torfason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. júní 2005 kl. 16:21 eftir Skapti (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. júní 2005 kl. 16:21 eftir Skapti (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Kristján Torfason, bæjarfógeti 1973. Fæddur 4. nóvember 1939. Foreldrar Torfi Jóhannsson bæjarfógeti og kona hans Ólöf Jónsdóttir. Stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1959, cand. juris frá Háskóla Íslands 1967. Hann stundaði nám í þýsku og heimspeki við Háskóla Íslands 1959-1960. Var við nám í verkfræði í Glasgow 1960 til 1961 og við framhaldsnám í sjórétti við Nordisk Institut for sjörett í Osló 1968 til 1969. Ritstjóri Úlfljóts 1965 til 1966. Ritstjóri Stúdentablaðsins 1963. Átti sæti í stjórn Hótel Garðs 1963 til 1965, formaður hótelstjórnarinnar um skeið og hótelstjóri þar 1965 til 1967. Fulltrúi hjá Benedikt Sveinssyni hrl. 1967. Fulltrúi hjá yfirborgardómaranum í Reykjavík 1967 til 1968. Fulltrúi sýslum. í Gullbringu- og Kjósarsýslu og bæjarfógetans í Hafnarfirði 1969 og skrifstofustjóri þar frá 1970 þar til hann var skipaður bæjarfógeti í Vestmannaeyjum 1973 Formaður yfirkjörstjórnar í Suðurlandskjördæmi frá 1974. Formaður Félags héraðsdómara frá 1970. Fulltrúi Lögfræðingafélags Íslands í launamálaráði Bandalags háskólamanna til 1973. Í stjórn undirbúningsnefndar Norræna laganemamótsins í Reykjavík 1964. Kona hans er Sigrún Sigvaldadóttir húsasmíðameistara í Reykjavík Guðmundssonar og konu hans Guðmundu Sveinbjörnsdóttur. Þau eiga þrjú börn.


Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.