Kristinn Magnússon (Sólvangi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. júlí 2006 kl. 14:09 eftir Margret (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. júlí 2006 kl. 14:09 eftir Margret (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Kristinn Magnússon, Sólvangi, fæddist á Seyðisfirði 5. maí 1908 og lést 5. október 1984. Árið 1915 fluttist Kristinn til Vestmannaeyja ásamt foreldrum sínum, Magnúsi Jónssyni og Hildi Ólafsdóttur. Kristinn byrjaði sjómennsku árið 1924 en formennsku hóf hann árið 1932 á Pipp. Eftir það er Kristinn meðal annars með Hilding og Gylfa II. Kristinn var formaður í rúmlega 30 ár. Eftir að hann kom í land sá hann um rekstur Verkamannaskýlisins á Básaskersbryggju. Kristinn var kvæntur Helgu Jóhannesdóttur hjúkrunarkonu og eru börn þeirra: Theódóra (látin), Ólafur Magnús hafnarstjóri í Vestmannaeyjum, Jóhannes (látinn), Guðrún og Helgi (látinn).

Loftur Guðmundsson samdi eitt sinn formannsvísu um Kristinn:

Karskur á Pipp um kólguskeið
Kristinn upp þorskinn grefur,
sveigir ei strax af sinni leið
né samþykkt öllum gefur.

Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.
  • Sjómannadagsblað Vestmannaeyja. 1995.