Jaðar

From Heimaslóð
Revision as of 08:22, 29 June 2007 by Johanna (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Jaðar

Húsið Jaðar við Vestmannabraut 6. Matthías Finnbogason, járnsmiður, reisti húsið árið 1907. Í kjallara hússins var fyrsta járnsmíðaverkstæði í Vestmannaeyjum og var það notað í allt sem varðaði viðgerðir og til að auka þekkingu vélstjóra í Eyjum.

Eftir Heimaeyjargosið var Jaðar síðasta húsið við hraunkantinn í austurátt á Vestmannabrautinni, og stendur það því í hraunjaðrinum. Ekki langt frá Jaðri var húsið Hraun við Landagötu en það fór einmitt undir hraun.

Árið 2006 búa í húsinu Sigurður Högni Hauksson og Margrét Brandsdóttir.