Jón Einarsson (kennari)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jón Einarsson vélstjóri, kennari, forstöðumaður fæddist 16. október 1923 á Raufarhöfn og lést 29. júlí 1993.
Foreldrar hans voru Einar Baldvin Jónsson kaupmaður á Raufarhöfn, f. 25. ágúst 1894 á Hraunum í Fljótum í Skagafirði, d. 6. febrúar 1968, og kona hans Hólmfríður Árnadóttir húsfreyja, kirkjuorganisti, f. 19. september 1904 á Brekku í Núpasveit í N-Þing., d. 17. júlí 1992.

Jón Einarsson kennari.

Jón var við nám í MA 1938-1940, lauk Iðnskólanum í Reykjavík 1948, iðnnámi í Landssmiðjunni 1949, vélstjóraprófi í Vélskólanum í Reykjavík 1950 og rafmagnsdeild 1951. Hann lauk einnig námi í uppeldis- og kennslufræðum í KHÍ 1976.
Hann var vélstjóri hjá Skipadeild SÍS 1951-1953, starfaði hjá Rederi AB Westhor í Kalmar í Svíþjóð 1953-1954, hjá Landhelgisgæslunni 1954-1966, en var síðan kennari við Vélskóla Íslands til dauðadags.
Hann var forstöðumaður Vélskóla Íslands í Eyjum 1968-1972.
Frásögn hans af síðasta mótornámskeiði Fiskifélagsins í Eyjum er í Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1979/Síðasta mótornámskeið Fiskifélagsins í Vestmannaeyjum.

Kona hans, (18. júlí 1949), var Vilborg Berentsdóttir húsfreyja, f. 24. júlí 1919 í Reykjavík, d. 29. apríl 2009.
Barn þeirra:
1. Hólmfríður Jónsdóttir húsfreyja í Mosfellsbæ, f. 26. júní 1952.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.