Jóhanna Sigríður Guðmundsdóttir (Mandal)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jóhanna Sigríður Guðmundsdóttir frá Mandal fæddist 7. desember 1870, d. 23. mars 1926 Vesturheimi.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Árnason tómthúsmaður, sjómaður, meðhjálpari, síðar í Mandal, skírður 25. september 1827, d. 9. október 1879, og kona hans Guðný Árnadóttir, f. 27. desemeber 1834, d. 7. desember 1916.

Jóhanna Sigríður fór frá Hólshúsi til Vesturheims á vit móður sinnar 1883, 13 ára.
Þau Sigurður keyptu land og stunduðu landbúnað ásamt daglaunavinnu Sigurðar.
Jóhanna kynnti sér fæðingarfræði og var yfirsetukona.
Hjónin áttu heimili í Spanish Fork og 8 börn. Tvö þeirra urðu kennarar.

Maður hennar, (28. september 1891), var Sigurður Jónsson bónda í Akrakoti á Álftanesi Sigurðssonar.
Börn hér:
1. Wilford, kennari.
2. Thelma, píanóleikari.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.