Guðrún Ísaksdóttir (Sæbergi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðrún Ísaksdóttir ráðskona, húsfreyja fæddist 19. júlí 1892 á Æsustöðum í Mosfellssveit og lést 9. júní 1965.
Foreldrar hennar voru Ísak Ófeigsson bóndi, síðar húsmaður á Mosfelli, og Guðrún Þorkelsdóttir vinnukona í Álfsnesi og Æsustöðum í Mosfellssveit, f. 1. september 1858, d. 21. júlí 1892 eftir tvíburafæðingu.

Móðir Guðrúnar lést tveim dögum eftir fæðingu hennar.
Hún var með föður sínum og ráðskonu hans á Mosfelli 1901, vinnukona á Ytri-Galtarlæk í Innrahólmssókn, Borg. 1910, vetrarstúlka í Vesturkoti í Gerðahreppi, Gull. 1920.
Hún fluttist til Eyja frá Uppsölum í Hvolhreppi eftir 1920, var ráðskona hjá Þorsteini á Sæbergi 1926. Þau Þorsteinn eignuðust Huldu 1927 og bjuggu á Sæbergi.
Þorsteinn lést 1935 og Guðrún var lausakona á Sæbergi 1935 með Huldu, húsfreyja þar 1940 og 1945 með Huldu hjá sér, húskona þar 1949, bjó síðar með Huldu á Eyjarhólum og síðan hjá henni í Háaskála og lést 1965.

I. Barnsfaðir Guðrúnar og sambýlismaður um skeið var Þorsteinn Sigurðsson frá Oddakoti í A-Landeyjum, verslunarmaður, útgerðarmaður, formaður, f. 30. júlí 1875, d. 5. ágúst 1935.
Barn þeirra:
1. Hulda Þorsteinsdóttir, síðar húsfreyja í Háaskála við Brekastíg 11B, f. 21. maí 1927, d. 15. ágúst 2014.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.