Guðfinna Jónsdóttir Austmann

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. ágúst 2007 kl. 14:48 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. ágúst 2007 kl. 14:48 eftir Daniel (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Árni og Guðfinna.

Guðfinna Jónsdóttir Austmann fæddist árið 1823 og lést 7. apríl 1897. Foreldrar hennar voru Jón Austmann prestur í Vestmannaeyjum og Þórdís Magnúsdóttir.

Guðfinna giftist þann 15. nóvember 1848 Árna Einarssyni frá Vilborgarstöðum.

Hjónin Árni og Guðfinna eignuðust 9 börn. Þau voru þessi:

  1. Ólöf, f. 29. des. 1848. Hún fæddist heima á Vilborgarstöðum en ekki í Stiftelsinu og lézt stuttu eftir fæðingu.
  2. Sigurður, f. 19. maí 1850. Hann lézt 19. sept. 1854.
  3. Einar, f. 16. okt. 1852.
  4. Sigurður, f. 22. des. 1853. Hann lézt 28. des. 1854.
  5. Jón, f. 24. maí 1855.
  6. Sigfús, f. 10. sept. 1856.
  7. Þórdís Magnúsína, f. 6. ágúst 1859.
  8. Lárus Matthías, f. 24. jan. 1862.
  9. Kristmundur, f. 2. júní 1863.