Enemy Mine

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 23. ágúst 2006 kl. 10:07 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. ágúst 2006 kl. 10:07 eftir Daniel (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Árið 1985 kom út mynd sem bar nafnið Enemy Mine. Aðalhlutverkið lék Dennis Quaid stórleikari og hinn virti leikstjóri Wolfgang Petersen leikstýrði. Myndin sem bíógestir sáu var tekin í stúdíói í Þýskalandi og á Kanaríeyjum. Upphaflega var kvikmyndin tekin upp í Vestmannaeyjum. Öll kvikmyndin var kvikmynduð í Vestmannaeyjum en deila á milli framleiðanda og fyrsta leikstjórans olli því að myndinni var hent í ruslið og myndin endurtekin á fyrrnefndum stöðum. Það er miður að þetta stórtækifæri á frábærri landkynningu fór í súginn en kvikmyndabransinn er harður og þar tala peningarnir, og kannski töluðu peningarnir bara ekki nógu hátt.