Blik 1976/Minjaskrá Byggðarsafns Vestmannaeyja, þar sem getið er um 320 Vestmannaeyinga, II. hluti

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. nóvember 2009 kl. 16:14 eftir Birna (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. nóvember 2009 kl. 16:14 eftir Birna (spjall | framlög) (Ný síða: Snældustólar Byggðarsafnsins eru vissulega af ýmsum gerðum. Tóskaparkonur hér í kaupstaðnum hafa gefið safninu þessi tæki sín, og er það ekki ófróðlegt gestum þess að...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Snældustólar Byggðarsafnsins eru vissulega af ýmsum gerðum. Tóskaparkonur hér í kaupstaðnum hafa gefið safninu þessi tæki sín, og er það ekki ófróðlegt gestum þess að sjá og hugleiða hinar ýmsu gerðir þeirra og smíði. Flesta snældustólana hafa þær konur gefið, sem færðu Byggðarsafninu rokkinn sinn að gjöf. Um þá flesta er það að segja, að við látum númerin nægja. Þegar þráður var undinn af spunasnældu eða þræðir af tveim eða þrem snældum sameinaðir í prjónaband, þá voru snældustólarnir notaðir.

  • 638. Snældustóll, sem merktur er stöfunum G. J. D. og ártalinu 1889.

Þennan snældustól átti frá æskuárum sínum í Káragerði í A-.Landeyjum frú Guðrún Jónsdóttir í Merkisteini (nr. 9) við Heimagötu, konaSigurðar Ísleifssonar, trésmíðameistara.

  • 639. Snældustóll.
  • 640. Snældustóll.
  • 641. Snældustóll,
  • 642. Snældustóll.
  • 643. Snældustóll.
  • 644. Snældustóll.
  • 645. Snældustóll með skúffu. Snældustól þennan átti frú MartaJónsdóttir, húsfr. í Baldurshaga. í skúffunni geymdi hún t. d. bandprjóna og sauðarvölur (þráðarvölur).
  • 646. Snældustóll.
  • 647. Snældustóll.
  • 648. Snældustóll með fangamarkinu G. Á. D. og ártalinu 1878. Þennan snældustól átti upprunalega frú Guðfinna Árnadóttir, fyrri eiginkona Sigurðar Finnbogasonar útvegsbónda um árabil að Stuðlum í Norðfirði. Þau hjón voru foreldrar frú Sigurbjargar Sigurðardóttur konu Árna Oddssonar að Burstafelli (nr. 65 A) við Vestmannabraut. Sonur þeirra, Vilhjálmur Árnason, gaf Bygðarsafninu snældustólinn. Frú Guðfinna Árnadóttir lézt árið 1893 rúmlega 37 ára að aldri.
  • 649. Snældustóll.
  • 650. Snældustóll
  • 651. Snældustóll.
  • 652. Snældustóll.
  • 653. Skeiðarkrækja, skeiðarkrókur, gikkur. Þetta áhald er notað til þess að draga þræðina gegnum skeiðina, þegar ofið er.
  • 654. Spanstokkur. Hann var notaður til þess að halda jafnri breidd á voð í vefstól, meðan ofið var. Þennan spanstokk áttu hjónin á Kirkjubóli á Kirkjubæ, frú Ólöf Lárusdóttir og Guðjón Björnsson. Foreldrar Guðjóns bónda, Björn bóndi Einarsson og frú Guðríður Hallvarðsdóttir, bjuggu á einu býli Kirkjubæja á árunum 1861 til 1884. Frú Ólöf Lárusdóttir húsfr. á Kirkjubæ eftir tengdaforeldra sína, gaf Byggðarsafninu spanstokkinn.
  • 655. Spanstokkur. Þennan spanstokk átti Árni gjaldkeri Filippusson í Ásgarði (nr. 29 við Heimagötu). Hann óf á vetrum, eftir að hann fluttist í annað sinn til Eyja árið 1900, enda hafði hann stundað vefnað í uppvexti sinum í Holtum í Rangárvallasýslu, og svo þegar hann var sýsluskrifari hjá Hermanníusi Elíasi Johnsson sýslumanni Rangvellinga fyrir og eftir 1880. Þá mun hann hafa smíðað sér þennan spanstokk.
  • 656. Snældusnúður. Snúðurinn á þessari tvinningarsnældu er mjög gamall. Hann fannst í bæjarrúst í Mýrdal fyrir um það bil 120 árum eða um miðja s.l. öld. Hann fylgdi búslóð Mýrdælings, sem hingað flutti um eða rétt eftir aldamótin. Gefandi: Sigfús M. Johnsen, fyrrv. bæjarfógeti, sem jafnframt fullyrti aldur hlutarins.
  • 657. Tína, hnyklatína, mjög gömul. Þær voru notaðar til að geyma i bandhnykla o. fl. þess háttar frá ullariðnaðinum. Tínuna átti frú Kristín Gísladóttir húsfr. á Vestri-Búastöðum, sem lét setja nýtt lok á tínuna, þegar upprunalega lokið var slitið og ónýtt.
  • 658. Tvinningarsnælda. Þessa snældu átti og notaði frú Marta Jónsdóttir í Baldurshaga. Ingibjörg dóttir hennar gaf Byggðarsafninu hana eftir daga móður sinnar.
  • 659. Tvinningarsnælda.
  • 660. Tvinningarsnælda. Þessi snælda er sérleg og verðmætur hlutur í hverju minjasafni vegna þess, að snúður hennar er renndur úr hvalbeini. Kristján Sigurðsson, verkamaður að Brattlandi við Faxastíg (nr. 19) gaf Byggðarsafninu

snældu þessa. Mun hann sjálfur hafa smíðað hana.

  • 661. Tvinningarsnælda. Svona litlar tvinningarsnældur notuðu börn og unglingar. Þessi snælda er með fagurlega útskornum snúð og mjög gömul. Efst á skaftinu standa stafirnir Þ. P. Ekki er vitað, hver hefur átt snældu þessa.
  • 662. Tvinningarsnælda mjög gömul. Snúðurinn er skorinn út og hefur verið listilega vel gerður. Snældan ber aldurinn með sér.
  • 663. Tvinningarsnælda, lítil með útskornum snúð.
  • 664. Tvinningarsnælda.
  • 665.Ullarkambar, gömul gerð. Eftir að hin yngri gerðin af ullarkömbum tók að flytjast til landsins, var hætt að notast við þessa gerð til þess að kemba ullina. Eftir það voru þeir helzt notaðir til þess að kemba hrosshár eða tog.
  • 666. Ullarkambar, yngri gerðin. Þessa ullarkamba átti og notaði hin mikla tóskaparkona á Búastöðum, frú Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja, móðir Eyjólfs skipstjóra Gíslasonar, Bessastöðum á Heimaey. Hann gaf Byggðarsafninu kambana.
  • 667. Ullarkambar. Þessa kamba gaf Ólafur kaupmaður Ólafsson að Sólheimum við Njarðarstíg (nr. 15) Byggðarsafninu til að minna á landbúskap hans og konu hans, frú Steinunnar Jónsdóttur, en þau stofnuðu til bús að Eyvindarhólum undir Eyjafjöllum árið 1911. (Sjá Blik 1973, bls. 172).
  • 668. Vefjarskytta með spólu og þræði.
  • 669. Vefjarskytta. Þessar litlu