Blik 1962/Brydestofan, Lystigarðurinn og Lýsishúsið

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Efnisyfirlit 1962Brydestofan, Lystigarðurinn og Lýsishúsið


ctr


Einn er sá maður enn búsettur í Eyjum, sem ólst upp undir handarjaðri danska selstöðukaupmannsins í Garðinum. Það er Axel Bjarnasen, innheimtumaður hjá bæjarsjóði. Hann er sonur Antons Bjarnasen, verzlunarstj. hinnar dönsku verzlunar í Garðinum (Danska Garði). Við höfum beðið Axel að segja nokkur orð um þessa mynd og skýra hana. Honum segist svo:
„Þessi mynd er tekin í „Brydegarðinum“, austast út við grjótgarðinn, sem hafði verið byggður þar til skjóls. Á myndinni eru Anton Bjarnasen og Óskar Bjarnasen, sonur hans, sem er með kött í fanginu. — Það var gott skjól í Brydegarðinum, svo að gróðurinn þar þreifst vel.
Litla húsið var yfirleitt kallað „Lystihús“, úr dönskunni „Lysthus“, og var oft á sumrin drukkið kaffi þar til tilbreytingar. Herluf Bryde dvaldist samt aldrei lengi í Eyjum í einu, aðeins nokkra daga, en annar Dani, N.B. Nielsen að nafni, var oft nokkuð lengi í einu í Vestmannaeyjum, en hann átti heima í Kaupmannahöfn og Reykjavík til skiptis. Nielsen var vel liðinn af þeim, sem þekktu hann og talaði vel um Ísland og Íslendinga. Líklega hefur hann skilið betur en H. Bryde Íslendinga, sem voru að brjóta af sér þau bönd, sem einokunarverzlunin hafði lagt á þá.“


ctr


Húsið til vinstri er hin svo kallaða „Brydestofa“, sem var eitt af húsum Garðsverzlunarinnar í Eyjum. Í þessu húsi bjó sjálfur selstöðukaupmaðurinn danski, J.P.T. Bryde, etatsráð, er hann dvaldist í Eyjum til eftirlits og ráðagerða, sem venjulega var hlýjasta tíma sumarsins.
Svokallað „lýsishús“ sést til hœgri á myndinni. Síðar var það kallað „Kornhús“ og ber enn það nafn. Það stendur sem sé enn og var þó byggt 1833, elzta hús í Eyjum.
Myndin er tekin af suðurhlið húsanna, en þar áttu Brydarnir dálítinn lystigarð. Hár veggur var þar hlaðinn úr hraungrýti til skjóls við austurjaðar lystigarðsins. Eilítið „lystihús“ stóð þar við vegginn eða í honum.
Undir suðurvegg Brydestofunnar sjást vermireitir, þar sem sáð var til sumarblóma snemma vors.


Elztu menn í Eyjum minnast þess, að lúðrasveit af varðskipinu danska, Heimdalli, steig eitt sinn á land í Eyjum, — það var fyrir aldamót, — og lék nokkur lög fyrir Eyjabúa í lystigarði Brydanna.
Á meðan gaf Bryde sjálfur, sem staddur var í Eyjum, öllu starfsfólki sínu lausn frá vinnu, svo að það gœti hlustað á lúðrasveit Dananna.

Fólkið, sem situr við borðið í lystigarðinum, er Herluf Bryde, síðasti Brydinn í Eyjum, og Jóhann faktor Bjarnasen, verzlunarstjóri Garðsverzlunar, og konur þeirra.
ctr


Byggð í Eyjum 1870-1880. Litlu íbúðarhúsin eru „hjallarnir“, byggðir úr torfi og grjóti.