Bjarni Helgason (Kornhól)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Bjarni Helgason vinnumaður frá Kornhól fæddist 30. ágúst 1844 og lést 3. júlí 1869.
Foreldrar hans voru Helgi Jónsson bóndi og formaður í Kornhól, f. 9. júlí 1806, d. 17. júní 1864, og síðari kona hans Sigríður Bjarnadóttir húsfreyja, f. 25. janúar 1814, d. 25. september 1857.

Bjarni var bróðir Jónasar Helgasonar bónda í Nýjabæ og Árna Helgasonar vesturfara.
Hann var hálfbróðir, (samfeðra), Helgu Helgadóttur húsfreyju í Steinmóðshúsi, f. 12. apríl 1836, d. 29. desember 1914.

Bjarni var með foreldrum sínum 1845, og enn 1855, með ekklinum föður sínum 1860. Síðar var hann vinnumaður á Ofanleiti. Hann var í drengjaflokki Herfylkingarinnar.
Bjarni lést 1869 úr „taksótt“.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.