Arnbjörn Kristinsson (Hvíld)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Arnbjörn Kristinsson.

Arnbjörn Kristinsson frá Hvíld við Faxastíg 14, bókaútgefandi fæddist 1. júní 1925 í Reynisholti við Faxastíg 12 og lést 13. desember 2017 á Vífilsstöðum.
Foreldrar hans voru Kristinn Jónsson verslunarmaður, f. 29. nóvember 1898 í Neðri-Dal u. V.-Eyjafjöllum, d. 8. júní 1946 í Reykjavík, og kona hans Ágústa Arnbjörnsdóttir húsfreyja, f. 11. ágúst 1899 á Oddsstöðum, d. 24. maí 1989.

Börn Ágústu og Kristins:
1. Sigurjón Kristinsson BA, skátaforingi, kennari, útgefandi, skrifstofumaður, f. 18. júlí 1922, d. 8. desember 2007. Kona hans var Jónína Ingólfsdóttir.
2. Sigurður Magnús Kristinsson forstjóri, frumherji, f. 13. október 1923, d. 11. febrúar 2019. Fyrri kona hans var Ragnheiður Guðmundsdóttir, d. 1977. Síðari kona hans er Gréta Bachmann.
3. Arnbjörn Kristinsson bókaútgefandi, f. 1. júní 1925, d. 13. desember 2017. Kona hans er Ragnhildur Björnsson.

Arnbjörn var með foreldrum sínum, í Reynisholti og Hvíld.
Hann lærði prentiðn í Iðnskólanum í Eyjum og lauk því námi í Ísafoldarprentsmiðju í Reykjavík, sótti síðan framhaldsnám í Fagskolen for Boghåndværk og Gutenbergshus í Kaupmannahöfn. Hann stundaði auk þess tungumálanám í Þýskalandi, Danmörku og hér á landi.
Arnbjörn var um skeið setjari í Oddaprentsmiðju, stofnaði Setberg árið 1950 og prentsmiðju með sama nafni 1960.
Hann varð snemma skáti, var um skeið varaskátahöfðingi, stjórnarmaður í Bandalagi íslenskra skáta, í undirbúningsnefnd fyrir alþjóðamót skáta, Jamboree, í Noregi og formaður Faxasjóðs sem safnaði fé og endurreisti skátaheimili í Vestmannaeyjum eftir eldgosið 1973, var sæmdur Skátakveðjunni, heiðursmerki skátahreyfingarinnar.
Arnbjörn var félagi í Alþýðuflokknum í 67 ár, var þar formaður fulltrúaráðs og sat í miðstjórn um árabil.
Hann var fulltrúi á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1968.
Arnbjörn var heiðursfélagi í Félagi íslenskra bókaútgefanda, þar sem hann sat samfleytt í 52 ár í stjórn og gegndi formennsku um skeið. Jafnframt var hann heiðursfélagi Rótarýklúbbsins Reykjavík-Austurbær, forseti 1976-1977 og umdæmisstjóri íslenska Rótarýumdæmisins 1986-1987.
Þau Ragnhildur giftu sig 1938, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu lengst í Máfanesi 9 í Garðabæ.
Arnbjörn lést 2017.

I. Kona Arnbjörns, (21. apríl 1938), er Ragnhildur Björnsson húsfreyja, f. 21. apríl 1938. Foreldrar hennar voru Árni Jónsson Björnsson, f. 4. janúar 1909, d. 19. ágúst 1968 og kona hans Guðrún Briem Björnsson húsfreyja, f. 9. apríl 1915, d. 16. janúar 2006.
Börn þeirra:
1. Guðrún Arnbjörnsdóttir, f. 3. mars 1963, d. 18. nóvember 1977.
2. Ágúst Arnbjörnsson þjálfunarflugstjóri, f. 21. maí 1964. Kona hans Bertha Traustadóttir.
3. Ásdís Arnbjörnsdóttir framkvæmdastjóri, f. 11. september 1965. Fyrrum eiginmaður Demir Ilter. Sambúðarmaður hennar Aðalsteinn Jóhannsson.
4. Árni Geir Arnbjörnsson viðskiptafræðingur, MBA, f. 28. desember 1970. Barnsmóðir hans Stefanía Þorvaldína Guðjónsdóttir. Kona Árna er Robyn Arnbjörnsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.