Þjóðhátíðarlag (1977)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. júlí 2005 kl. 16:27 eftir Jonas (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. júlí 2005 kl. 16:27 eftir Jonas (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Þó víða um heiminn liggi leið
ber ljúfa ágústnóttin seið.
Hún fyllir okkur ferskri þrá,
því fegurð dalsins Eyjaskeggjar dá.
Okkar Herjólfsdal,
þennan fagra fjallasal,
þar er fjör og líf
er fögnum við þar þjóðhátíð.
Og sjómenn bátum sigla heim,
það sýður þrá í mönnum þeim,
þeir þrá með svanna að svífa í dans
og syngja um dalinn fagra og dætur hans.
Lag: Sigurður Óskarsson
Ljóð: Snorri Jónsson