Í Herjólfsdal (2004)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. júlí 2005 kl. 15:05 eftir Jonas (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. júlí 2005 kl. 15:05 eftir Jonas (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Um fagra jörð stígur rómantík í fagran dans
Nú þegar tjaldborg hefur verið reist á grænni grund
Lundi stendur vörð,og starir til andans
Meðan þú gleðst með góðum vinum á góðri stund
Viðlag
Ljúft andartak hér
Varðveitir leyndarmál með þér
Þegar tunglsljósið logar í Hamrasal
Hver ein dýrmæt stund
Dregur með sér ástarfund
Ágústnótt í herjólfsdal
Á fjósaklett,bjarmi lýsir upp helgan reit
Sem vekur upp yl og hjartaþel
Og yfir þann blett,varðveitist minningin svo heit
Sem við þekkjum svo vel,þú og ég
Viðlag
Heim úr dalnum hömrum gyrta
Hljóðlát leiðast sveinn og mey
Allar góðar vættir verndi
Og vaki yfir heimaey
Sólo
Viðlag
Lag: Helgi Tórhamar.
Texti: Helgi og Jórunn Emilsdóttir Tórshamar