Árni Finnbogason (rafvirki)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Árni Finnbogason rafvirki í Eyjum og Hafnarfirði fæddist 25. september 1950 á Múla.
Foreldrar hans Finnbogi Árnason rafvirkjameistari frá Stóra-Hvammi, f. 5. maí 1930, d. 1. nóvember 2019, og kona hans Guðbjörg Þóra Steinsdóttir frá Múla, húsfreyja, símavörður, f. 20. maí 1931.

Árni Finnbogason.

Árni var með foreldrum sínum í æsku, bjó með þeim í Stóra-Hvammi, en síðan í Birkihlíð 5.
Hann nam rafvirkjun við Iðnskólann í Eyjum, tók sveinspróf 1973. Meistari var Finnbogi Árnason rafvirkjameistari.
Árni vann hjá Kjarna sf. í Eyjum, flutti til Hafnarfjarðar með foreldrum sínum við Gos 1973, vann hjá Bræðrunum Ormsson, þá hjá Rafveitu Hafnarfjarðar og Andrési Magnússyni, en síðan hjá Íslenska Álfélaginu í 39 ár til 2017.
Þau Sigríður eignuðust þrjú börn, en skildu. Árni býr á Berjavöllum 2 í Hafnarfirði.

I. Kona Árna, (1973, skildu 1998), er Sigríður Guðmunda Ferdinandsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 4. nóvember 1952. Foreldrar hennar voru Ferdinand Söebech Guðmundsson verkstjóri, starfsmaður Ísals, f. 22. febrúar 1922 í Byrgisvík í Strandas., d. 11. október 2006, og kona hans Erna Helga Matthíasdóttir frá Patreksfirði, húsfreyja, starfsmaður leikskóla, f. 27. júní 1930, d. 22. febrúar 2002.
Börn þeirra:
1. Finnbogi Þór Árnason verkstjóri, f. 16. mars 1972. Kona hans Brynja María Rúnarsdóttir.
2. Daníel Örn Árnason tölvunarfræðingur, f. 22. janúar 1978. Kona hans Brynja Birgisdóttir.
3. Þóra Árnadóttir húsfreyja, félagsráðgjafi, f. 5. september 1986. Maður hennar Emil Örn Sigurðsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Árni.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.