„Árni B. Johnsen“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 33: Lína 33:


[[Flokkur:Þingmenn]]
[[Flokkur:Þingmenn]]
[[Flokkur:Tónlistarmenn]]
[[Flokkur:Listarmenn]]

Útgáfa síðunnar 10. ágúst 2005 kl. 16:39

Árni Johnsen.

Árni Johnsen er fæddur 1. mars 1944 í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans eru Poul C. Kanélas, Detroit, Bandaríkjunum, og Ingibjörg Á. Johnsen (f. 1. júlí 1922) fyrrv. kaupkona. Hún átti síðar Bjarnhéðin Elíasson skipstjóra og útgerðarmann í Vestmannaeyjum.

Fyrri eiginkona Árna heitir Margrét Oddsdóttir. Þau eiga tvær dætur saman, þær Helgu Brá (fædd 1966) og Þórunni Dögg (fædd 1968). Seinni eiginkona Árna, frá 13. desember 1970, er Halldóra Filippusdóttir. Halldóra er fædd 17. febrúar 1941 og starfar sem flugfreyja. Sonur Árna og Halldóru er Breki, fæddur árið 1977.

Menntun og störf

Árni lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1966 og starfaði sem kennari í Vestmannaeyjum árin 1964-1965 og í Reykjavík 1966-1967. Árni var starfsmaður Surtseyjarfélagsins með aðsetur í Surtsey sumar og haust 1966 og 1967. Hann hefur verið blaðamaður við Morgunblaðið síðan 1967 og starfað með hléum við það. Hann var dagskrárgerðarmaður við Ríkisútvarpið og við Sjónvarpið frá stofnun þess.

Árni er samt þekktastur fyrir alþingisstörf sín. Hann var alþingismaður Suðurlands árin 1983-1987 og 1991-2001 fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Árni var varaþingmaður Suðurlands febrúar-mars 1988, í nóvember 1989, mars-apríl 1990 og í janúar-febrúar 1991.

Nefndarstörf

  • Formaður tóbaksvarnanefndar á árunum 1984-1988
  • Í stjórn Grænlandssjóðs frá 1987.
  • Í flugráði frá 1987.
  • Formaður Vestnorræna þingmannaráðsins á árunum 1991-2001.
  • Í stjórn Norrænu stofnunarinnar á Grænlandi, NAPA, um árabil.
  • Formaður byggingarnefndar Þjóðleikhússins árin 1988-2001.
  • Formaður stjórnar Sjóminjasafns Íslands árin 1989-1992.
  • Í Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 1994-2001 og formaður 1996-2001.
  • Í Fjárlaganefnd 1991-2001.
  • Í Samgöngunefnd 1991-2001 og formaður 1999-2001.
  • Í Menntamálanefnd 1991-2001.

Félagsmál

Árni hefur unnið að margs konar félagsmálum í Vestmannaeyjum og víðar.

Hefur skráð viðtalsbækur og bækur um gamanmál alþingismanna, skrifað hundruð greina í Morgunblaðið og önnur blöð, einnig samið svítu og sönglög og sungið og spilað eigin lög og annarra á hljómplötur.


Heimildir