Á útlagaslóð

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. júlí 2005 kl. 13:08 eftir Jonas (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. júlí 2005 kl. 13:08 eftir Jonas (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Þjóðhátíðarlag
1942 1945 1948
Á útlagaslóð
Enn þá er fagurt til fjalla
sem forðum í Eyvindar tíð,
þegar sig hjúfraði Halla
að hjarta hans, viðkvæm og blíð.
þegar um fjöllin þau fóru
sem frilausir útlagar, þá
ást sinni eiða þau sóru,
sem öræfin hlustuðu á.
Skiptust á skammdegishríðir,
skuggaleg haustkvöld og löng
og sóldagar, sælir og blíðir
með seiðandi vorfuglasöng.
­Um auðnina kvöldgolan andar
ilmi frá horfinni tíð.
Geyma þar sólgullnir sandar
sagnir um örlagahríð.
Lag: Oddgeir Kristjánsson
Texti: Árni úr Eyjum