Bárustígur 6
Húsið við Bárustíg 6 var byggt á árunum 1922-1933 og endurbætt árið 1950. Neðri hæð hússins hefur hingað til verið notuð sem verslunarhúsnæði og hýst þrjú kaupfélög (Kaupfélag Eyjabúa 1933, Kaupfélag Verkamanna 1934 og Kaupfélag Vestmannaeyja 1950) auk verslananna Mózart, Róma, Krakkakot og Axel Ó. skóverslun. Á efri hæð eru íbúðir verslunarmanna og skrifstofur.
Heimildir
- Bárustígur. Verkefni unnið af þátttakendum á námskeiðinu Húsin í götunni. Vestmannaeyjar, 2004.