Notandi:Þorkell Helgason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. mars 2015 kl. 10:38 eftir Frosti (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. mars 2015 kl. 10:38 eftir Frosti (spjall | framlög) (Creating user page for new user.)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Þorkell Helgason Æviágrip 2015

Einkahagir: Fæddur í Vestmannaeyjum, 2. nóv. 1942 Var kvæntur Helgu Ingólfsdóttur, semballeikara, f. 25. jan. 1942, d. 21. okt. 2009. Heimilisfang: Strönd, 225 Álftanesi Sími 893 0744, netfang thorkellhelga@gmail.com, vefsíða www.thorkellhelgason.is.

Menntun: Stúdentspróf frá stærðfræðideild Menntaskólans í Reykjavík 1962. Nám við Massachusetts Institute of Technology (MIT) í Bandaríkjunum haustmisserið 1962. Stærðfræðinám við Háskólann í Göttingen 1963-1964 og við Háskólann í München 1964-1968. Diplom-próf þaðan í stærðfræði 1967. Nám í hreinni og hagnýtri stærðfræði við MIT 1968-1971. Doktorsgráða (Ph.D.) þaðan vorið 1971. Heiti doktorsrits: On hypergraphs and hypergeometries.

Starfsferill: Sérfræðingur við Reiknistofnun Háskólans, 1971-72. Dósent í stærðfræði, 1972-85. Prófessor í stærðfræði og aðgerðagreiningu, 1985-96, í leyfi frá ág. 1991. Aðstoðarmaður heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, ágúst 1991 - júní 1993. Aðstoðarmaður iðnaðar- og viðskiptaráðherra, júní -ágúst 1993. Settur ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, sept. 1993 -sept. 1996. Orkumálastjóri, sept. 1996 – árslok 2007. Sérfræðingur í iðnaðarráðuneytinu fyrsta ársfjórðung 2008. Ráðgjafi landskjörstjórnar í hlutastarfi frá maí 2008-2013.

Stjórnunarstöður við Háskóla Íslands: Forstöðumaður reiknistofu Raunvísindastofnunar Háskólans, 1972-74. Forstöðum. reiknifræðistofu Raunvísindastofnunar Háskólans, 1979-83. Stjórnarformaður Raunvísindastofnunar Háskólans 1983-87. Fyrsti stjórnarformaður Sjávarútvegsstofnunar Háskólans, 1989-91. Fulltrúi í háskólaráði, 1974-76. Í stjórn Rannsóknaþjónustu Háskólans 1986-90. Formaður stærðfræðiskorar í 2 ár. Seta í ýmsum sérnefndum Háskólans, t.d. í skipulagsnefnd í nær 15 ár.

Önnur stjórnunarstörf: 1987-91 Í stjórn náttúruvísindadeildar Vísindaráðs. 1989-91 Í norrænni ráðgjafarnefnd um fjöltegundarannsóknir. 1988-91 Í ráðgjafarnefnd Hafrannsóknastofnunar. 1986-90 Varaformaður stjórnar Kaupþings h.f. 1990-92 Formaður stjórnar Hávöxtunarfélagsins h.f. 1989-94 Í hreppsnefnd Bessastaðahrepps, en hafði áður starfað um árabil í skipulagsnefnd hreppsins. 1991-93 Í nefnd um mótun sjávarútvegsstefnu. Stjórnaði norrænni ráðstefnu um fiskveiðistjórnun, í Hirtshals. 1992-93 Formaður stjórnar Heilsugæslustöðvarinnar í Reykjavík. 1993-96 Í stjórn Iðnþróunarsjóðs. 1993-95 Varamaður í stjórn Norræna fjárfestingarbankans. 1996-07 Formaður Íslandsdeildar Alþjóðaorkuráðsins. 1997-03 Í stjórn Norrænu orkurannsóknanna, formaður eitt árið. 1998-06 Formaður stjórnar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. 1996-07 Ýmis nefnda- og stjórnunarstörf í tengslum við embætti orkumálastjóra svo sem seta í verkefnastjórn Rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma.

Ráðgjöf: 1971-87 Fjármálaráðuneytið vegna skattamála. 1976 Dómsmálaráðuneytið vegna löggjafar um tölvuskráningu. 1982-91 Alþingi vegna endurskoðunar kosningalaga. 1980-93 Sjávarútvegsráðuneytið vegna líkanreikninga og fiskveiðistjórnunar. 1989 Forsætisráðherra vegna kjarasamninga.

Rannsóknir: Þangað til 1974 aðallega í hreinni stærðfræði, netafræði. Síðan einkum við beitingu aðgerðagreiningar á ýmsum sviðum fiskifræði og fiskveiðistjórnunar. Einnig rannsóknir í slembinni bestun, m.a. með tilliti til hagnýtingar við fiskveiðiráðgjöf. Stjórnaði (ásamt með Stein W. Wallace, próf. við Tækniháskóla Noregs) norrænu verkefni að gerð alhliða fiskveiðistjórnunarlíkans. Tók virkan þátt í tveimur vinnunefndum Alþjóða hafrannsóknaráðsins. Rannsóknir (ásamt Kurt Jörnsten, próf við Norska verslunarháskólann í Bergen) á sviði kosningastærðfræði. Greinar í innlendum og erlendum tímaritum og ráðstefnuritum, sumpart sem boðinn fyrirlesari.

Áhugamál: Tónlist, enda verið viðloðandi Sumartónleika í Skálholtskirkju allt frá upphafi þeirra árið 1975. Hefur auk þess sinnt ýmsum öðrum málefnum tónlistar, t.d. setið um hríð í stjórn Tónlistarbandalags Íslands og í dómnefnd um menningarverðlaun DV 1991, var í tónleikanefnd Háskólans frá byrjun og í fulltrúaráði styrktarfélags Íslensku óperunnar í nokkur ár.