Baðhúsið

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. maí 2006 kl. 15:29 eftir Viktorpetur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. maí 2006 kl. 15:29 eftir Viktorpetur (spjall | framlög) (Lagfæri heimildir)
Fara í flakk Fara í leit

Húsið Baðhúsið stóð við Bárustíg 15. Það var reist árið 1923 af aðventistaprestinum O. J. Olsen, vegna þess hve sjaldgæf baðtæki voru þá á heimilium Eyjamanna og aðstaða til slíkra athafna ekki algeng. Sparisjóður Vestmannaeyja keypti syðri hluta hússins árið 1959, braut það til grunna, en það hafði ekki verið í notkun í þó mörg ár, og reisti þar Sparisjóðsbygginguna.

"Baðhúsið" við Bárustíg 15

Bakgrunnur húsnafns og notkun

Baðhús og íbúð, gúmmívinnustofa Guðmundar Kristjánssonar, happdrættisumboð og verslun.

Helstu atriði í eigenda- og íbúasögu

O. J. Olsen trúboði aðventista, Emma á Heygum, Egill Guðlaugsson og fjölskylda, Sigurður B. Þorbjörnsson og fjölsk 1953, Kristján og Halldór J. Kristjánsson bankastjóri Landsbankans, um 1955 býr til 7-8 ára aldurs, verslunin Heilsurækt, Jón Einarsson, Guðmundur Vestmann.

Nýtt hús var reist við Bárustíg 15 árið 1962.


Heimildir

  • Þorsteinn Þ. Víglundsson. Blik 1978, bls 121-132. Vestmannaeyjar, 1978.
  • Bárustígur. Verkefni unnið af þátttakendum á námskeiðinu Húsin í götunni. Vestmannaeyjar, 2004.