Lönd (við Höfðaveg)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. mars 2006 kl. 09:59 eftir Sigurgeir (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. mars 2006 kl. 09:59 eftir Sigurgeir (spjall | framlög) (Setti inn tengla)
Fara í flakk Fara í leit

Húsið Lönd stendur við Höfðaveg 1. Húsið Lönd stóð áður við Landagötu (og gatan nefnd eftir því) en fór undir hraun í gosinu 1973. Friðrik Ásmundsson (Friðrik á Löndum), fyrrum skipstjóri og skólastjóri Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum, býr í húsinu ásamt konu sinni, Valgerði Erlu Óskarsdóttur frá Stakkholti og nefndu þau húsið eftir æskuheimili Friðriks.