Hæli

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. janúar 2006 kl. 15:24 eftir Sigurgeir (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. janúar 2006 kl. 15:24 eftir Sigurgeir (spjall | framlög) (Nýr texti)
Fara í flakk Fara í leit
Hæli

Húsið Hæli var byggt 1922 og stendur við Brekastíg 10.

Þeir Hannes Hreinsson og Sigurður Sigurðsson, sem voru sveitungar, hófu byggingu hússins árið 1922 en húsasmíðameistari var Erlendur Friðriksson frá Gilsbakka. Sigurður flutti inn 1922 en Hannes 1923. Þeim kom saman um að húsið, sem var parhús, ætti að heita Hæli með það í huga að heimilin skyldu verða hæli fjölskyldnanna sem þar myndu búa.

Fæddar á þessum árum voru dætur Hannesar, Magnea, 1922, fædd í Breiðholti þar sem fjölskyldan bjó meðan Hæli var í byggingu, Jóna, fædd 1925, Ásta, fædd 1929 og Hrönn, fædd 1939. En þrjár síðastnefndu systurnar fæddust allar að Hæli.



Heimildir

  • Ásta S. Hannesdóttir frá Hæli.