Guðmundur Magnússon (Goðalandi)
Guðmundur Magnússon, f. 05.09.1877 - d. 21.09.1959 var sonur Magnúsar Guðmundssonar (1852 - 1892) bónda í Hrauk í Vestur Landeyjum og konu hans Bjarghildar Guðnadóttur (1855 - 1941). Guðmundur tók sveinspróf í trésmíði á Eyrarbakka árið 1899 og stundaði um hríð trésmíðanám í Kaupmannahöfn þar sem hann kynntist verkalýðshreyfingunni og jafnaðarstefnunni, sem hann aðhylltist ávallt að síðan. Árið 1902 kemur Guðmundur heim til Íslands og sest að í Reykjavík, en flytur með konu sinni til Vestmannaeyja árið 1908. Þar var hann byggingarmeistari og útvegisbóndi á Dvergasteini.
Myndir
-
Bjarghildur, móðir Guðmunds Magnússonar.
Heimildir
- Niðjatal Goðalandsættar
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.