Bergsstaðir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. nóvember 2005 kl. 12:10 eftir Sigurgeir (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. nóvember 2005 kl. 12:10 eftir Sigurgeir (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Húsið Bergsstaðir stóð við Urðarveg 24. Það var reist af Elíasi Sæmundssyni á árunum 1902-03. Lengst af bjuggu á Bergsstöðum Guðmundur Tómasson, skipstjóri og kona hans, Elín Sigurðardóttir en Ólafur, sonur þeirra bjó þar einnig með sinni fjölskyldu og var jafnan kenndur við húsið. Þegar gaus bjuggu þar Elín og dóttursonur hennar, Guðmundur Arnar Alfreðsson.