Ofanleitishamar

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. nóvember 2005 kl. 20:59 eftir Frosti (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. nóvember 2005 kl. 20:59 eftir Frosti (spjall | framlög) (frægari -> þekktari)
Fara í flakk Fara í leit
Ofanleitishamar

Ofanleitishamar liggur meðfram vesturströnd Heimaeyjar, frá Kaplagjótu í norðri niður að Klauf í suðri, meðfram Torfmýri, Ofanleiti og Breiðabakka. Hamarinn er um 60 metra hár og þverhníptur, og hann er talinn ókleifur.

Raunar var það klifið þann 11. febrúar árið 1928 af Jóni Vigfússyni, en þá sökk m/b Sigríður, sem hann var háseti á, eftir árekstur við hamarinn. Þetta er eitt af þekktari sjóslysum Vestmannaeyjasögunnar.