Þurrkhús
Húsið Þurrkhúsið stóð austast við Urðaveg. Eins og nafnið bendir til var það reist til að þurrka þar saltfisk og leysti það af hólmi að hluta til stakkstæðin; fiskreitina sem gegnt höfðu því hlutverki.
Staðsetning hússins var til að forðast flugu og einnig til að ná í hreinan sjó til vinnslunnar.
Húsið var byggt árið 1928 og var stækkað um helmin árið 1970.
Var byggt í samvinnufélagi sem hét Freyr. Árið 1934 komu nokkrir útgerðarmenn inn í félagið. Var rekið sem Fiskverkunarstöðin Stakkur hf. frá 1941-1973.
Þurrkhúsið var fyrsta atvinnufyrirtækið sem fór undir hraun 7-8 febrúar 1973.
Heimildir
- Húsin undir hrauninu, haust 2012.