Óskar Lárusson (útgerðarmaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. ágúst 2012 kl. 21:19 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. ágúst 2012 kl. 21:19 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Óskar Ástvaldur Lárusson útgerðarmaður og umboðsmaður, fæddist 13. des. 1911 og lézt 29. maí 2002.
Foreldrar hans voru Lárus útvegsbóndi og sjómaður í Sjávarborg í Neskaupstað, f. 9. sept. 1886 á Karlsstöðum í Vöðlavík, S. Múl., d. 15. sept. 1974, Ásmundar bónda í Vöðlavík, Jónssonar og konu Ásmundar, Þórunnar Halldórsdóttur. Móðir Óskars Ástvaldar og kona Lárusar (27. nóv. 1910) var Dagbjört húsmóðir, f. 16. apríl 1885 á Krossi í Mjóafirði eystri, d. 6. sept. 1977, Sigurðar bónda á Krossi Þorsteinssonar, Hinrikssonar og konu Sigurðar, Solveigar húsfreyju á Krossi, Gísladóttur, Eyjólfssonar.
Óskar Ástvaldur og Sigríður bjuggu í Eyjum í 3 ár, í Neskaupstað í nær 40 ár, síðan í Mosfellssveit, en að síðustu í Reykjavík.
Kona hans var Sigríður Árnadóttir, f. 1910.
Börn þeirra:

  1. Árndís Lára, f. 1933, búsett í Reykjavík,
  2. Óskar Sigurður, f. 8. júní 1941 í Neskaupstað, búsettur í Noregi,
  3. Ólafur, f. 21. marz 1946 í Neskaupstað, búsettur í Mosfellsbæ.



Heimildir