Finnbogi Halldórsson (skipstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. ágúst 2012 kl. 14:11 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. ágúst 2012 kl. 14:11 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Finnbogi

Finnbogi Halldórsson fæddist í Ólafsfirði 3. apríl 1900 og lést 27. mars 1954. Foreldrar hans voru Halldór Jónsson og Margrét Jónsdóttir. Finnbogi fluttist ungur með foreldrum sínum til Siglufjarðar, byrjaði þar ungur sjómennsku á þorskveiðum og síldarskipum.

Finnbogi kom til Vestmannaeyja árið 1920 var vélamaður á ýmsum bátum fram til 1928 er hann hóf formennsku á Stakkárfossi VE-245. Eftir það er Finnbogi með eftirtalda báta: Gunnar Hámundarson, Elliðaey, og Lítillát allt til 1936, að hann fór alfarið úr Eyjum til Reykjavíkur og stundaði þaðan sjómennsku í fjölda ára og jafnhliða var hann formaður fyrir norðurlandi með síldarskip í mörg sumur. Finnbogi var kappsamur formaður og aflamaður í besta lagi.

Finnbogi var kvæntur Jónu Franzdóttur og áttu þau fimm börn; Hólmar, Karl, Björk, Víði og Lindu. Þau áttu fyrst heima á Siglufirði, síðan í Vestmannaeyjum og síðustu árin í Reykjavík.

Myndir



Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.
  • Þjóðviljinn, 6. apríl 1954.