Brynjólfur Brynjólfsson (Litlalandi)
Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Brynjólfur Brynjólfsson“
Brynjólfur Brynjólfsson, Litlalandi, var fæddur á Strönd í Vestur-Landeyjum 16.september 1879. Hann var vinnumaður og sjómaður á áraskipum, þar og í Vestmannaeyjum. Brynjólfur flutti til Eyja skömmu eftir aldamótin 1900. Hann var sjómaður á vélbátum fram eftir ævi, síðan verkamaður og stundaði beykisstörf, var kirkjugarðsvörður og síðustu æviárin sjúkrahússráðsmaður.
Kona hans var Guðbjörg Magnúsdóttir úr V-Landeyjum. (Systir Guðmundar á Goðalandi) Börn þeirra; María, bjó í Reykjavík dáin 1959, Magnea Laufey, dáin 1936, 21 árs, og Jóhann, dáinn árið 1937, 17 ára.
Myndir
Heimildir
- Gísli Eyjólfsson frá Bessastöðum