Illugi Hjörtþórsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. ágúst 2012 kl. 12:20 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. ágúst 2012 kl. 12:20 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Illugi

Illugi Hjörtþórsson, Brekku, Bifröst og Búrfelli, fæddist á Skúmstöðum í Stokkseyrarsókn 26. júlí 1886 og lést 30. nóvember 1930. Illugi fór ungur til Vestmannaeyja til að stunda sjómennsku, en formennsku hóf hann á Heklu árið 1912 og 1913, þá með Gamm, Frí, Skarphéðinn og Sigurbjörgu (ex Unnur II) 1923 og 1924. Illugi var formaður óslitið til 1930 en hann lést það sama ár.

Kona hans var Margrét Eyjólfsdóttir. Börn þeirra voru Elías Óskar skipstjóri, Einar Sölvi vélvirkjameistari, Gréta Vilborg, Guðný Inga húsmóðir og Þóra I. Hinds.

Myndir



Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.
  • Gísli Eyjólfsson frá Bessastöðum.
  • Minningargrein í Morgunblaðinu, 12. mars 1999.
  • Manntal 1910.