Sigurður Bjarnason (Svanhól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. júlí 2012 kl. 08:30 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. júlí 2012 kl. 08:30 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Sigurður Bjarnason
Þórdís Guðjónsdóttir, Sigurður Bjarnason maður hennar, útgerðamaður og skipstjóri frá Hlaðbæ og sonur þeirra Jóhann. Maí 1931.

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Sigurður Bjarnason


Sigurður Gísli Bjarnason fæddist 14. nóvember 1905 og lést 5. október 1970. Sigurður bjó í Svanhól við Austurveg.

Sigurður var formaður með mótorbátinn Kára.

Óskar Kárason samdi formannavísu um Sigurð:

Kára stýrir svaða sjó
Siggi hlýr á vanga,
löngum skýr á þara þró
þorsk órýr að fanga.

Óskar samdi seinna aðra vísu um hann:

Greiðan Riddarann reiða
ræsir á hranna glæsi,
Siggi minn, sjó við dyggur,
svinnur netlinginn, finnur.
Borinn er Bjarna þorinn,
bænum frá Hlaðbæ væna.
Öldur þó grimmar gnöldri,
greppurinn aflann hreppir.

Myndir


Heimildir

  • Óskar Kárason. Formannavísur. Vestmannaeyjum, 1950.
  • Óskar Kárason. Formannavísur II. Vestmannaeyjum, 1956.