Ólafur Magnússon (Sólvangi)
Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Ólafur Magnússon“
Ólafur Magnússon frá Sólvangi fæddist 3. maí 1903 og lést 4. nóvember 1930. Foreldrar hans voru Magnús Jónsson og Hildur Ólafsdóttir.
Systkini hans voru:
- Jón, vinnuvélastjóri, kvæntur frú Sigurlaugu Sigurjónsdóttur,
- Sigurður, verkstjóri, kvæntur frú Jóhönnu Magnúsdóttur,
- Kristinn, skipstjóri, kvæntur frú Helgu Jóhannesdóttur,
- Unnur, var gift Hinrik Jónssyni bæjarstjóra í Vestmannaeyjum og síðar sýslumanni í Stykkishólmi,
- Sigurbjörg, gift Axel Halldórssyni, stórkaupmanni,
- Rebekka, hárgreiðslumeistari, ógift.
Ólafur var kvæntur frú Ágústu Pedersen.
Ólafur var stofnandi og ritstjóri Víðis. Hann var föðurfaðir Ólafs F. Magnússonar fyrrv. borgarstjóra í Reykjavík.