Fjósaklettur er stór klettur neðst í Dalfjalli að sunnanverðu, en kletturinn virðist, úr fjarska, líkjast fjósi — líklega er nafnið komið þaðan.
Fjósaklettur er án efa þekktastur fyrir sitt hlutverk á Þjóðhátíð, en þá er mikill bálköstur reistur á Fjósakletti og hann brenndur á föstudagskvöldinu.