Heimaslóð:Skilmálar
Texti
Óheimilt er að afrita texta og nýta til birtingar annars staðar án sérstakrar heimildar. Þetta felur í sér notkun á texta til einkanota, í fjölmiðlum, til auglýsinga og annars.
Breytingar
Haustið 1924 komu hingað norksir menn og breytti verksmiðjunni. Þeir settu nýja pressu til að pressa soðin bein og ýmis tæki varðandi það verk. Allt reyndist víst ónýtt og kom það sér ekki vel fyrir fyrirtækið.
Sumarið 1925 var reistur reykháfur, sem stendur enn í dag, vegna þess að reykpípurnar, við gufukatlana, voru orðnar ónýtar. Var fengið Norðmann til að hlaða reykháfinn og hlóð hann u.þ.b. einn meter á dag.
Einnig var sama sumarið byggt ofan á mitt verksmiðjuhúsið ris. Með því fékkst mikið gólfrými, sem þarfnast hafði mikið.
Í byrjun ársins 1926 voru nýjustu vélum þess tíma komið upp. Með vélunum kom þýskur mðaur sem sá um alla uppsetningu. Kláraðist það í marslok 1926. Með þessum vélum átti að framleiða tólf smálestir af mjöli á sólarhring, þannig að þetta framtak var stórt stökk fyrir útgerð í Eyjum.
Fiskimjölsverksmiðjan í eldgosinu
Fiskimjölsverksmiðjan í dag
Heimildir
- Halldór Magnússon. Fiskimjölsverksmiðjan í Vestmannaeyjum. Blik 1972. 29. árg.