Ólafur Halldórsson (læknir)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. júlí 2005 kl. 15:12 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. júlí 2005 kl. 15:12 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Ólafur Halldórsson var læknir í Vestmannaeyjum frá árinu 1938 til ársins 1957. Hann var fæddur í Vestmannaeyjum þann 4. desember 1906. Foreldrar hans voru Halldór Gunnlaugsson fyrrverandi héraðslæknir og Anna Sigrid Threp. Ólafur varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1927. Hann nam læknisfræði við Kaupmannahafnarháskóla, en settist síðan í læknadeild Háskóla Íslands og lauk þaðan læknisprófi 1935. Ólafur starfaði sem kandidat á sjúkrahúsum í Danmörku, en kom til Vestmannaeyja árið 1938 og stundaði almennar lækningar. Hann var jafnframt aðstoðarlæknir við sjúkrahúsið þar. Ólafur var skipaður héraðslæknir í Súðavíkurhéraði árið 1957 og síðar í Bolungarvíkurhéraði. Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona Ólafs var Erna María. Síðari kona hans er Guðbjörg Magnúsdóttir úr Bolungarvík.


Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.