Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk
Fara í leit
- Enn þá er fagurt til fjalla
- sem forðum í Eyvindar tíð,
- þegar sig hjúfraði Halla
- að hjarta hans, viðkvæm og blíð.
- þegar um fjöllin þau fóru
- sem frilausir útlagar, þá
- ást sinni eiða þau sóru,
- sem öræfin hlustuðu á.
- Skiptust á skammdegishríðir,
- skuggaleg haustkvöld og löng
- og sóldagar, sælir og blíðir
- með seiðandi vorfuglasöng.
- Um auðnina kvöldgolan andar
- ilmi frá horfinni tíð.
- Geyma þar sólgullnir sandar
- sagnir um örlagahríð.
- Lag: Oddgeir Kristjánsson
- Texti: Árni úr Eyjum