Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk
Fara í leit
- Sjómannslíf, sjómannslíf,
- draumur hins djarfa manns,
- blikandi bárufans,
- býður í trylltan dans.
- Sjómannslíf, sjómannslíf,
- ástir og ævintýr,
- fögnuð í barmi býr
- brimhljóð og veðragnýr.
- Ship-ohoj, ship-ohoj,
- ferðbúið liggur fley.
- Ship-ohoj, ship-ohoj,
- boðanna bíð ég ei.
- Við stelpurnar segi ég ástarljúf orð,
- einn, tveir, þrír kossar
- svo stekk ég um borð.
- Ship-ohoj, ship-ohoj,
- mig seiðir hin svala dröfn.
- Ship-ohoj, ship-ohoj,
- og svo nýja í næstu höfn.
- Lag: Oddgeir Kristjánsson
- Texti: Loftur Guðmundsson