Skálholt-yngra

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. júlí 2005 kl. 13:34 eftir Simmi (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. júlí 2005 kl. 13:34 eftir Simmi (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Húsið Skálholt - hið yngra - stóð við Urðarveg 43. Það var stórt steinhús, með stóran kjallara, tveimur hæðum og risi. Listar kringum glugga hússins voru skrautlega steyptir, en hús- og kvistgaflar voru bogadregnir.

Húsið reisti Gísli Magnússon, útgerðarmaður, á árunum 1925-26 og kostaði það í kringum 280.000 kr, en það var himinhá upphæð á þeim tíma. Hann bjó í húsinu ásamt konu sinni Sigríði Einarsdóttur til ársins 1940 en þá missti hann eignina sökum heimskreppunnar miklu 1930-40.

Í seinni heimsstyrjöldinni tók enski herinn húsið herskildi og var það aðsetur yfirmanna hersins. Einnig dvaldi hluti setuliðins í húsinu.

Eftir að herinn fór úr húsinu 1945 eignaðist Árni Sigfússon, útgerðarmaður og kaupmaður, húsið og bjó þar ásamt konu sinni Ólafíu Árnadóttur og börnum til ársins 1948.

Bæjarsjóður Vestmannaeyja þar á eftir húsið og gerði það að elliheimili bæjarins. Gengdi húsið því hlutverki alveg fram að gosi og fór það að lokum undir hraun.


Heimildir

  • Guðjón Ármann Eyjólfsson: Vestmannaeyjar - byggð og eldgos, Reykjavík 1973.