Sprangan

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. júlí 2005 kl. 12:29 eftir Smari (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. júlí 2005 kl. 12:29 eftir Smari (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Undir Skiphellum er hin landsfræga „Spranga“, þar sem ungt eyjafólk lærir að klifra í klettum og sveifla sér í kaðli. Á tungumáli innfæddra kallast þetta „sprang“. Þeir sem náð hafa mestri leikni í þessari þjóðaríþrótt Vestmannaeyinga sýna ótrúlegar listir í bjarginu, svo unun er á að horfa. Misháar syllur eru í bjarginu, allt frá „almenningi“ og upp í „gras“. Óvönum er ráðlagt að fara varlega í spröngunni.

  • Sjá nánar á greininni um sprang.