Skjaldbreið

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. júlí 2005 kl. 11:32 eftir Simmi (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. júlí 2005 kl. 11:32 eftir Simmi (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Húsið Skjaldbreið lét Sigurðar Ingimundarson reisa þar og hófst uppbygging árið 1908. Yfirsmiður við byggingu hússins var Guðmundur Magnússon á Goðalandi. Haustið 1908 fauk það sem búið var að byggja af húsinu af grunni þess en með hjálp góðra manna, s.s. Gísla J. Johnsen, var það endurreist. Sumarið 1909 var húsið fullbyggt og Sigurður og hans fjölskylda flutti inn í húsið. Húsið stóð við Urðarveg 36.

Sigurður var mikill útgerðarmaður og var margt um manninn í húsinu á veturna. Í stofum hússins var gjarnan haldnar danssamkvæmi með hamóníkuspili.

Húsið brann til kaldra kola í gosinu 1973 áður en hraunið náði upp að því og jafnaði það við jörðu.