Laufás

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. júlí 2005 kl. 10:47 eftir Simmi (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. júlí 2005 kl. 10:47 eftir Simmi (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Húsið Laufás stóð við Austurveg 5 og var fyrrum Vestasti-Hlaðbær. Upprunalega húsið var byggt af Jóni Á. Kristjánssyni en árið 1912 lét Þorsteinn Jónsson, þáverandi eigandi hússins, rífa það og byggði nýtt hús að Laufási árið 1912. Var þetta nýja hús timburhús á steyptum kjallara með rúmgóðu risi.

Fyrir gosið 1973 bjuggu þar Dagný, dóttir Þorsteins, og maður hennar Bogi Finnbogason, ásamt tveimur börnum sínum.