Páll Oddgeirsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. júlí 2005 kl. 09:41 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. júlí 2005 kl. 09:41 eftir Daniel (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Páll Oddgeirsson var fæddur 5. júní 1888 í Kálfholti í Rangárvallasýslu. Páll var sonur séra Oddgeirs Guðmundsen. Fjölskyldan flutti til Eyja ári eftir fæðingu Páls því þar fékk faðir hans veitingu fyrir Vestmannaeyjaprestakalli. Séra Oddgeir var prestur í Eyjum í 35 ár við miklar vinsældir.

Menntun

Til Kaupmannahafnar var Páll sendur til að nema við verzlunarskóla.

Störf

Þegar Páll kom heim frá Kaupmannahöfn stofnaði hann verslun og fékk góðan orðstír fyrir góðar og smekklegar vörur. Í uppeldi sínu hafði verið lagt áherslu á velvild í garð sjómanna og fékk hann að kynnast erfiðu hliðum preststarfsins þegar slysin höfðu átt sér stað. Því stofnaði hann útgerð og var með fiskverkun og átti gott samstarf við sjómenn.

Menningarstörf


Heimildir

  • Páll Oddgeirsson, minningargrein. Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1972.