Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk
Fara í leit
- Hamrarnir háu
- í heillandi tign,
- tjöldin og tjörnin
- svo töfrandi lygn.
- Lokkandi laða
- í logunum skýrð.
- Hvern sem að kemur
- í klettana dýrð.
- Hér finn ég framandi
- og funheita glóð,
- sem eldur í æðunum
- ólgar mitt blóð.
- Danslagið dunar
- við dillandi söng.
- Nú fer að nátta
- og nóttin er löng.
- Sælt er að sitja við
- sjafnareld þann,
- sem umvefur ungann
- og ástfangin mann.
- Komdu minn kæri
- og kysstu mig fljótt.
- Eigum við vinur
- að dansa í nótt.
- Viðlag:
- Lífsgleðin ljómar
- við logandi bál.
- Kvöldsöngva kyrjar
- hver einasta sál.
- Lífinu lætur
- að líða svo fljótt.
- Dönsum og dönsum
- í dalnum í nótt.
- Lag: [[Ólafur M Aðalsteinsson
- Texti: Guðjón Weihe