Út í Elliðaey

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. júlí 2005 kl. 16:35 eftir Smari (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. júlí 2005 kl. 16:35 eftir Smari (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Út í Elliðaey situr lítill lundi
leggur kollhúfur og horfir á,
þegar bátar sigla hægt á hafið
höfninni í Vestmannaeyjum frá.
En niðri á bryggju nokkrir strákar standa
þeir stara hugfangnir á karlana,
sem landa fiski, bölva hátt og hrópa,
en horfa stundum blítt á peyjana.
Út í Elliðaey, út í Elliðaey, út í Elliðaey.
Þeir minnast þeirra daga, er drengir sjálfir voru
og dreymir oft á nóttunni um það,
þegar lundapysjur lentu í bænum
og leiðangur af krökkum hélt af stað,
því bjarga þurfti í hvelli öllum ungum
og allir kepptust við að finna mest.
Já, æskuárin mættu endast lengur,
því æskan er í lífi voru best.
Út í Elliðaey, út í Elliðaey, út í Elliðaey.


Út í Elliðaey situr lítill lundi,

lúinn eftir heitan sumardag.

Allt í kring eru sællegir svartfuglar

að syngja eigið þjóðhátíðarlag.

það syngur þarna hver með sínu nefi

og sumir stíga villtan diskódans.

því allir eyjafuglar vilja tolla í tísku

og tæpast færu að dansa óla skans.


Út í Elliðaey, út í Elliðaey, út í Elliðaey.


Lag og ljóð Valur Óskarsson