Þjóðhátíðarlag (1977)
- Þó víða um heiminn liggi leið
- ber ljúfa ágústnóttin seið.
- Hún fyllir okkur ferskri þrá,
- því fegurð dalsins Eyjaskeggjar dá.
- Okkar Herjólfsdal,
- þennan fagra fjallasal,
- þar er fjör og líf
- er fögnum við þar þjóðhátíð.
- Og sjómenn bátum sigla heim,
- það sýður þrá í mönnum þeim,
- þeir þrá með svanna að svífa í dans
- og syngja um dalinn fagra og dætur hans.
- Lag: Sigurður Óskarsson
- Ljóð: Snorri Jónsson