Þjóðhátíðarvísa

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. júlí 2005 kl. 14:28 eftir Jonas (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. júlí 2005 kl. 14:28 eftir Jonas (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Þegar kvöldið kátt
Kyssir dag og nátt,
mörgum yljar minning heit.
Út við ystu sker
aldan leikur sér
­kveður sólin klettareit.
Þegar rökkvar, dátt er hér í Dalnum,
dansinn stiginn, óma hlátrasköll.
Söngvar hljóma frjálst í fjallasalnum.
Fléttast armar.
Bjartir bjarmar
birtu slá um tind og völl.
Hjörtun ung og ör
öll á sigurför.
Hefja vinir heillaskál
meðan stjarna stök
stikar himinvök.
­Líður nótt við leyndarmál.


Lag: Oddgeir Kristjánsson
Texti: ?