Blik 1976/Skýrsla Rauða Kross Íslands og Hjálparstofnunar kirkjunnar um öflun fjár og framlög til uppbyggingar Eyjabyggðar

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. nóvember 2009 kl. 13:12 eftir Birna (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. nóvember 2009 kl. 13:12 eftir Birna (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Björn Tryggvason bankastjóri
Eggert Ásgeirsson framkvæmdarstjóri Ruða Kross Íslands
Kleppsvegur 32
Síðumúli 21
Kríuhólar 4
Völvuborg, barnaheimili fyrir Eyjabörn
Rauðagerði, barnaheimili vestmannaeyinga við Boðaslóð
Kirkjugerði, leiksóli Vestmannaeyjabarna
Hraunbúðir, dvalarheimili aldraðra í Vestmannaeyjum
Hraunbúðir, suðurhlið

Grein væntanleg

Vestmannaeyingar og Rauði Kross Íslands


og Hjálparstofnun kirkjunnar

Tilgangur minn með útgáfu Bliks hefur ávallt verið sá öðrum þræði, að halda til haga köflum úr sögu Vestmannaeyinga og Vestmannaeyja.

Í fyrra birtist í Bliki skýrsla um starfsemi Vestmannaeyjabæjar í Hafnarbúðum eftir bæjarlögfræðinginn Georg Tryggvason. Að þessu sinni birtir Blik skýrslu formanns Rauða Kross Íslands, Björns Tryggvasonar bankastjóra, um þá hina miklu hjálp og aðstoð, sem sú hjálparstofnun hefur veitt Vestmannaeyjabyggð og Vestmannaeyingum, til þess að endurreisa byggð í Eyjunum og veita aðstoð húsnæðislausum Eyjabúum eftir flóttann, þegar eldgosið hófst. Þá eru hér einnig birtar tölur, sem greina frá hjálp Hjálparstofnunar hinnar íslenzku þjóðkirkju til sömu aðila. Sú hjálp hafði samtals numið um kr. 25 milljónum við árslok 1974. M. a. greiddi Hjálparstofnun kirkjunnar kr. 12,5 milljónir til byggingar barnaheimilisins (leikskólans) Kirkjugerði. Enn eru skýrslur í fórum Bliks um þetta risavaxna hjálparstarf þessara stofnana, og skulum við vona, að Bliki endist aldur til þess að birta þær síðar. Vissulega ber okkur Eyjabúum að þakka af alúð alla veitta hjálp á undanförnum árum, þakka einstaklingum og stofnunum, sem lagt hafa hér hönd á plóginn og veitt okkur ómetanlega hjálp til þess að lifa áfram mannsæmandi lífi þrátt fyrir öll ósköpin, sem yfir hafa dunið. Og það er mín sannfæring, að við megum þá heldur ekki gleyma að þakka ríkisvaldinu hjálp þess og alla aðstoð. Ég tek þetta sérstaklega fram af gildum ástæðum, öll þessi mikilvæga hjálp hinna mörgu einstaklinga og stofnana hefur valdið miklu. Hinn markverði árangur fer ekki framhjá neinum. Endurnýjun og uppbygging atvinnulífs og menningarlífs í ríkum mæli á sér stað í bænum okkar.

Hér birtum við myndir af byggingum, sem keyptar hafa verið eða reistar til hjálpar og uppbyggingar, og svo reikninga, sem veita okkur fræðslu um það, hvaðan féð til framkvæmdanna er runnið og hvernig því hefur verið varið. Reikningsyfirlitið og greinargerðina hefur Rauði Kross íslands afhent Bliki til birtingar samkvæmt einlægri ósk minni,

Þ. Þ. V.