Blik 1936, 1. tbl. /Sumardagur
SUMARDAGUR
Sumarmorguninn, bjartan og fagran, gekk ég upp á svo kallaðan Hrafnaklett, sem er lítið eitt ofar á Borgarnesi en kauptúnið sjálft. Veðrið var yndislega gott, blakti ekki hár á höfði, og Hafnarfjall, sunnanvert við fjörðinn, speglaði sig í dúnalygnum firðinum. Inn af Hafnarfjalli er Skarðsheiði hin syðri. En niðri á undirlendinu litið eitt, innar er sveit, sem heitir Andakíll. Fyrir augum mér blasir hinn frægi staður, Hvanneyri, þar sem Skalla-Grímur gaf land Grími hinum háleyska. Þar er nú bændaskóli, og best byggði bær á Vesturlandi.